þriðjudagur, desember 13, 2005

Glasgójólahjól

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Fór á tónleika með Arab Strap um daginn.. til að gera langa sögu stutta þá voru þetta bara einir bestu tónleikar sem ég hef farið á. Fyrir utan það að framarlega við sviðið var einhver vandaður skoti "taking a piss" á Moffat söngvara... Hann gekk svo langt að hóta að býða eftir söngvaranum við útganginn og lemja hann þar... okkar maður stóð sig með prýði í að höndla þetta og stoppaði sjóvið í smá stund meðan nokkur ve valin orð voru látin flakka.. Svo var kauða hent út.. Meðal annars kom þetta gullkorn frá Moffat: " honestly, who pays 12 pounds for a show and then just takes a piss at the band? It sounds to me like buying a pizza and have a shit on it before you eat it!" Já gott fólk ég hélt ég myndi missa vitið úr hlátri...
Annars er að frétta héðan úr Glasgow að heimamenn hafa yfirgefið skotgrafirnar, í bili allavega.
Ég er byrjaður í aðal áfanga námsins sem er audio engineering og er það ekkert smá stökk..
Þetta er eins og að fara úr barnaskóla beint yfir í háskóla.. úff hvað það er mikið meira að læra núna.. enn samt allt gaman auðvitað
Svo er að koma jólafrí og verðum um Glasgow jól að ræða hjá mér í þetta sinnið...
jæja tími fyrir draumaheima
cheers
Gummi

maximilius